Songtexte.com Drucklogo

Ástarorð Songtext
von Ragnheiður Gröndal

Ástarorð Songtext

Sólin brennir nóttina
og nóttin slökkvir dag
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag
þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís
svölun í sumarsins eldi
og sólbragð af vetrarins ís

svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt
þögn í seiðandi salli
og söngur ef allt er hljótt
söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn
þú gafst mér jörðina og grasið
og Guð á himnum að vild.


Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð,
til að styrkja mig
Ég fann ei hvað lífið var fagurt
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði ég að unna þér.
Ást mín fær ekki fölnað,
fyrr en með sjálfri mér.

Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, Guð og við.

Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð,
til að styrkja mig
Ég fann ei hvað lífið var fagurt
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði ég að unna þér.
Ást mín fær ekki fölnað,
fyrr en með sjálfri mér.


Þú gafst mér skýin og fjöllin og Guð,
til að styrkja mig
Ég fann ei hvað lífið var fagurt
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði ég að unna þér.
Ást mín fær ekki fölnað,
fyrr en með sjálfri mér

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Ragnheiður Gröndal

Quiz
Welcher Song ist nicht von Britney Spears?

Fans

»Ástarorð« gefällt bisher niemandem.