Konan með sjalið Songtext
von Ylja
Konan með sjalið Songtext
Hún kom eins og draumur,
konan með sjalið,
og hlustaði í kyrrðinni
á kvöldbylgjuhjalið.
Hún brosti með sjalið
um brjóstin vafið...
En eg var blærinn
sem barst um hafið.
Eg var blærinn
sem bærði sjalið,
og veit, hvað bak við það
brennur falið.
Eg var blærinn
sem barst yfir eyna,
og faðmaði að mér
Feneyjameyna.
Og nú er hún horfin...
En nóttin er fögur
og segir hjartanu
helgisögur.
Og enn syngur blærinn
og bylgjuhjalið
um hvítasta brjóstið
og svartasta sjalið.
Og nú er hún horfin...
En nóttin er fögur
og segir hjartanu
helgisögur.
Og enn syngur blærinn
og bylgjuhjalið
um hvítasta brjóstið
og svartasta sjalið.
Ljóð: Davíð Stefánsson
konan með sjalið,
og hlustaði í kyrrðinni
á kvöldbylgjuhjalið.
Hún brosti með sjalið
um brjóstin vafið...
En eg var blærinn
sem barst um hafið.
Eg var blærinn
sem bærði sjalið,
og veit, hvað bak við það
brennur falið.
Eg var blærinn
sem barst yfir eyna,
og faðmaði að mér
Feneyjameyna.
Og nú er hún horfin...
En nóttin er fögur
og segir hjartanu
helgisögur.
Og enn syngur blærinn
og bylgjuhjalið
um hvítasta brjóstið
og svartasta sjalið.
Og nú er hún horfin...
En nóttin er fögur
og segir hjartanu
helgisögur.
Og enn syngur blærinn
og bylgjuhjalið
um hvítasta brjóstið
og svartasta sjalið.
Ljóð: Davíð Stefánsson
Writer(s): David Fra Fagraskogi Stefansson, Gudmundur Oli Scheving Lyrics powered by www.musixmatch.com