Songtexte.com Drucklogo

Kuml Songtext
von Vetur

Kuml Songtext

Sjávarkló hrifsar til sín jörð
Opnar einmana kuml í firði
Hafrót haugfé dreifir
Bein og silfur falla til botns

Í róti hafsins bein sameinast
Í hefndarglóð bein styrkjast
Áhrínsorð vekja til lífs
Úr prísund laus
Tíminn hvarf í jörðu
Undir álögum bölbæna
Kuml, prísund í óvígðri mold
Úr faðmi Ægis það rís


Í bústað grimmdar
Tilvera í mótsögn við lífið
Neitað um sæti við hlið Heljar
Surtareldur í augum
Hefndarþorsti rífur áfram
Yfir grjót og urð
Ferðast með myrkur í hjarta
Djöfull með morð í huga

Sifjar fyrri alda þurrkaðar út
Fyrir syndir forfeðra
Sifjar fyrri alda þurrkaðar út
Fyrir syndir forfeðra
Miskunn ei gefin

Á meðan klettar molnuðu
Óx lífsins þrá í beinum
Af mold ertu kominn
Að mold skaltu aftur verða
Dauðinn skildi hann eftir í ómerktri gröf

Eitt af öðru falla þau fyrir hendi illsku
Sálir rifnar úr öskrandi líkömum
Bein klæðast holdi og blóði
Nú skal ekkert standa í vegi hans
Aldir í prísund tóku sinn toll
Sturlaður af hefnd hann reis


Skilur eftir blóði drifna slóð
Með hefndarþorsta í för
Skilur eftir blóði drifna slóð
Með hefndarþorsta í för
Miskunn ei gefin

Eitt af öðru þau falla
Sifjar þeirra er grófu hann lifandi í jörð
Hefndarþorstinn slökktur
Fjölskyldur og ættir þurrkaðar út
Í faðm jarðar hann sekkur
Sést ei meir

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Vetur

Quiz
Wer besingt den „Summer of '69“?

Fans

»Kuml« gefällt bisher niemandem.